Íslenska

Velkomin(n) á Hauganes!

Hvalaskoðunin á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins og er staðsett í hjarta Eyjafjarðar. Við gerum út tvo klassíska íslenska eikarbáta sem þykja einkar stöðugir og þægilegir. Allar ferðir eru kolefnisjafnaðar sem felur í sér að við gróðursetjum tré fyrir hverja ferð til að vega upp á móti kolefnisútblæstri ferðarinnar, ásamt því að við blöndum olíuna með lífdísli.

Sumarið 2017 sáum við hvali í öllum okkar ferðum, þar á meðal hnúfubaka, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireyðar. Hvalirnir voru að meðaltali í 18 mínútna fjarlægð frá Hauganesi og því stutt að berja þessar fallegu og jafnframt tignarlegu skepnur augum.

Við hlökkum til að taka á móti þér! Bókaðu ferðin hér!